Um okkur

Lögurinn – tölvuþjónusta annast almenna tölvuþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Lögð er áhersla á að veita vandaða og persónulega þjónustu.

Ólafur Arason er með BSc gráðu í rekstrarfræðum frá Háskólanum á Bifröst og hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1984, lengst af hjá PricewatherhouseCoopers sem deildarstjóri tölvudeildar og hjá Gildi – lífeyrissjóði sem forstöðumaður upplýsingatækni. Hefur hann víðtæka reynslu af tölvumálum og öryggi gagna.

Stærsta stöðuvatnið í Lagarfljóti er gjarnan kallað Lögurinn. Nær það frá fljótsbotninum í Fljótsdal og út undir Lagarfljótsbrú við Egilsstaði. Það er um 53 ferkílómetrar að stærð og er meðaldýpi um 51 m en mesta dýpi 112 m. Sagt er að þar séu heimkynni Lagarfljótsormsins. Elsta skráða heimildin um orminn er frá 1345. Sagan segir að það hafi verið talinn slæmur fyrirboði að koma auga á hann þar sem hann spjó eitri og gerði fólki ýmsar skráveifur. Þó að ormurinn hafi að mestu haldið sig við fljótsbotninn undanfarin ár, þá er aldrei að vita nema að hann láti sjá sig einn góðan veðurdag.

Hvort sem þú ert að leita að tæknilegum lausnum eða goðsagnakenndum verum þá hefur Lögurinn upp á eitthvað forvitnilegt að bjóða.