Falsfréttir – STOPPA – HUGSA – ATHUGA

12. febrúar 2025 | Tilkynningar

Eftirfarandi er tekið af Facebook síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sýnum varkárni.

Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi á netinu og hvaða hegðun er óviðeigandi. Upplýsingar um þetta er víða að finna og upplagt að rifja það aðeins upp í tilefni dagsins, sem er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. (12. febrúar). Við bendum m.a. á heimasíðu Neyðarlínunnar þar sem fjallað er um netöryggi, en þar má læra hvernig má bæta öryggi þitt og þinna á netinu. Hjá SAFT er að finna mikið af fróðleik um netöryggi og samskipti á netinu. Og Netumferðarskólinn beinir sjónum að því hvernig megi þekkja rangfærslur og falsfréttir og minnir á að STOPPA – HUGSA – ATHUGA til að koma í veg fyrir að við látum blekkjast á netinu og trúum rangfærslum og misvísandi upplýsingum.

Fleiri tilkynningar

Sala og leiga á ferðabeinum.

Lögurinn - tölvuþjónusta varar við notkun á þráðlausum netum til dæmis á hótelum og opnum svæðum. Getur það leitt til öryggisáhættu eins og...

read more

Öryggismyndavélar og skynjarar.

Seljum og setjum upp öryggismyndavélar. Fjölbreytt úrval. Vistum samtímagögn úr öryggismyndavélum. Einnig vatns-, hita-, hreyfi og rakaskynjara sem...

read more

Lögurinn - tölvuþjónusta óskar konum til hamingju með hátíðis- og baráttudaginn 19. júní. Kvenréttindadagurinn 19. júní er hátíðis- og barátturdagur...

read more