Fjölmargir hafa fengið falsaða tölvupósta sem virðist vera frá island.is, en er í raun sendur af ótengdum aðila í þeim tilgangi að nálgast aðgangsupplýsingar. Vinsamlegast hafið varann á og smellið ekki á tengla í slíkum póstum.
Athugið ávallt sendanda, netfang og vefslóð áður en brugðist er við slíkum og sambærilegum póstum.
Verum varkár! Verndum, vöktum og afritum okkur vel.
Endilega deilið og látið aðra vita.