Gátlisti til varnar gegn svikastarfsemi á Facebook.

9. júlí 2024 | Tilkynningar

Það er aldrei of varlega farið. Í eftirfarandi gátlista eru leiðbeiningar til að vernda Facebook reikninginn þinn gegn svikastarfsemi.

# Notaðu Gátlista Facebook til að auka öryggi reikningsins þíns.

# Virkjaðu tveggja þátta auðkenningu til að auka öryggi við innskráningu.

# Svindlarar reyna að láta netföng sín líta út fyrir að vera ekta. Það er nauðsynlegt að skoða tölvupósta vel og athuga t.d. sendanda, netfangið og vefslóð sem sent er úr, málfar og annað sem kann að orka tvímælis. Vinsamlegast hafið varann á og smellið ekki á tengla í slíkum póstum. Eftirfarandi vefslóðir eru notaðar af Meta: facebookmail.com, facebook.com, instagram.com, fb.com, meta.com eða metamail.com

# Notaðu flókin aðgangs- og lykilorð. Ekki skal nota sama lykilorðið á mörgum vefsíðum. Til að einfalda utanumhald lykilorða er gott að nota forrit eins og Keeper eða önnur hliðstæð.

Ef þú ert fórnarlamb árásar er mikilvægt að gera eftirfarandi ráðstafanir:

# Tilkynntu öll undarlegt skilaboð sem þú færð á Messenger. það er gert með því að fara inn í Facebook síðu þess sem sendir skilaboðin, smella á […] sem er fyrir miðri síðu hægra megin, velja þar „Report profile“ og velja síðan „Something about this profile“. Að lokum er þar valið það sem á við hverju sinni.

# Skoðaðu activity log (smelltu á myndina sem er efst í hægra horninu, veldu „Settings and privacy“ og svo „Activity log“). Þar er hægt að skoða allar færslur og eyða út öllum færslum sem  hugsanlega hafa veirð settar inn af hökkurum. Þar er líka hægt að velja að hætta við að fylgjast með óæskilegum reikningum.

# Breyttu aðgangsorðinu og skráðu þig út af öllum tækjum til að tryggja reikninginn. Ef þú ert læstur úti skalt þú fara inn á þessa síðu og fylgja leiðbeiningum til að endurheimta reikninginn.

Fleiri tilkynningar

Jóla- og áramótakveðja

Lögurinn - tölvuþjónusta óskar viðskiptavinum sem og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir samskiptin og...

read more

Gagnavistun

Eru gögnin þín í öruggum höndum? Átt þú afrit af myndunum sem eru á símanum ef hann týnist eða skemmist? Lögurinn – tölvuþjónusta býður núna upp á...

read more