Hressir við gamlar tölvur og afhendir félagsþjónustunni

3. september 2024 | Tilkynningar

Úr Austurfrétt:

Lögurinn – tölvuþjónusta hefur hrundið af stað átaksverkefni þar sem óskað er eftir tölvum og tölvubúnaði sem hætt er að nota. Fyrirtækið frískar upp á búnaðinn og afhendir félagsþjónustu Múlaþings til notkunar hjá skjólstæðingum hennar. Fyrstu vélarnar voru afhentar nýverið.

„Ég veit að hjá fyrirtækjum er til búnaður sem er ónothæfur eða búið að úrelda en er fullnothæfur fyrir einstaklinga sem ekki eru í mikilli eða þungri vinnslu.

Þess vegna leitaði ég til fólks um að athuga hvort til væri tölvubúnaður á heimilum eða vinnustöðum sem búið væri að leggja en nothæfur. Ég fæ tölvurnar, yfirfer þær, geri við ef þarf, hreinsa og geri þær tilbúnar áður en þær eru afhentar félagsþjónustunni,“ segir Ólafur Arason sem stendur að baki Leginum – tölvuþjónustu.

Mynd: Austurfrétt/Gunnar

Sjá fréttina í heild sinni hér: Lögurinn – tölvuþjónusta afhendir félagsþjónustu Múlaþings tölvur.

 

 

 

Fleiri tilkynningar

Gagnavistun

Eru gögnin þín í öruggum höndum? Átt þú afrit af myndunum sem eru á símanum ef hann týnist eða skemmist? Lögurinn – tölvuþjónusta býður núna upp á...

read more