Microsoft hættir að styðja við Windows 10 stýrikerfið. Lögurinn – tölvuþjónusta aðstoðar við uppfærslu í Windows 11.

18. september 2025 | Tilkynningar

Frá og með 14. október 2025 mun Microsoft hætta að styðja við Windows 10 stýrikerfið og ekki bjóða upp á ókeypis hugbúnaðaruppfærslur, tæknilega aðstoð eða öryggisleiðréttingar fyrir það. Tölvur með Windows 10 halda áfram að virka en verða viðkvæmari fyrir netárásum og öryggisvandamálum án reglulegra uppfærlna og forrit gætu hætt að virka með tímanum. Getur það haft áhrif á öryggi, rekstur og þjónustu fyrirtækja.

Til að tryggja áframhaldandi öryggi er mikilvægt að uppfæra í Windows 11 og aðstoðar Lögurinn – tölvuþjónusta einstaklinga og fyrirtæki við uppfærsluna.

Fleiri tilkynningar

Gulur september

Lögurinn - tölvuþjónusta vekur athygli á vitundarvakningu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og...

read more