Samfélagsverkefni Lagarins – tölvuþjónustu lokið.

27. september 2024 | Tilkynningar

Núna er samfélagsverkefninu, sem Lögurinn – töluþjónusta auglýsti í vor, lokið. Viðtökurnar voru langt umfram væntingar. Alls bárust 18 tölvur, átta prentarar, skjáir, lyklaborð og mýs. Eitthvað af þessum búnaði reyndist ónýtur eða of gamall til að hægt væri að láta hann af hendi.
Fjöldi skjólstæðinga Félagsþjónustu Múlaþings hefur notið góðs af og þakkar Lögurinn – tölvuþjónusta þeim aðilum sem létu búnað af hendi kærlega fyrir. Verkefnið verður endurtekið að ári.
Hér er mynd af þremur fartölvum og einni borðtölvu sem, auk margra annarra, voru afhentar félagsþjónustunni.

Fleiri tilkynningar

Sala og leiga á ferðabeinum.

Lögurinn - tölvuþjónusta varar við notkun á þráðlausum netum til dæmis á hótelum og opnum svæðum. Getur það leitt til öryggisáhættu eins og...

read more

Öryggismyndavélar og skynjarar.

Seljum og setjum upp öryggismyndavélar. Fjölbreytt úrval. Vistum samtímagögn úr öryggismyndavélum. Einnig vatns-, hita-, hreyfi og rakaskynjara sem...

read more

Lögurinn - tölvuþjónusta óskar konum til hamingju með hátíðis- og baráttudaginn 19. júní. Kvenréttindadagurinn 19. júní er hátíðis- og barátturdagur...

read more