Þjónusta
Lögurinn – tölvuþjónusta þjónustar einstaklinga og fyrirtæki.
- Sjáum um val og uppsetningu á beinum fyrir internetsamband.
- Sjáum um val og uppsetningu á þráðlausum netkerfum.
- Sjáum um val og uppsetningu á öryggismyndavélum.
- Sjáum um val og uppsetningu á aðgangstýrikerfum fyrir hurðir og hlið.
- Bjóðum upp á vistun gagna.
- Söluaðili fyrir Microsoft Business 365
- Bjóðum ráðgjöf varðandi kaup á vél- og hugbúnaði.
- Önnumst almenna tölvuþjónustu t.d. verkefni er snúa að Microsoft hugbúnaði og stýrikerfum; viðgerðir, uppsetningar, uppfærslur, vírushreinsanir, rykhreinsanir, afritun á gögnum.
Oft eru þarfir ofmetnar eða ekki þekktar og farið í offjárfestingu. Við hjálpum til við að meta hverjar þarfirnar eru og aðstoðum við að finna búnað sem hentar.
Einnig setjum við saman tölvur eftir óskum hvers og eins. Tölvurnar eru afhentar full uppsettar og uppfærðar með þeim hugbúnaði sem beðið er um.
Ekki er alltaf nauðsynlegt að fara út í kaup á nýrri tölvu. Ef gamla tölvan er orðin hæg þá getur verið nóg að yfirfara hana og hreinsa af óværum og óþarfa forritum, uppfæra vinnsluminni eða setja inn hraðari harðan disk. Eða setja hana upp frá grunni. Þannig gefum við tölvunni nýtt líf.
Verkefnin þurfa ekki að vera flókin. Aðstoðum við vandamál vegna þráðlausa netsins heima við, prentarans, Facebook, tölvupóstsins, internet tengingarinnar, farsímans, sjónvarpsins eða hvaðeina sem þarfnast skoðunar.
Dæmi um verkefni og verð í tölvuviðgerðum:
Bilanagreining
Komið með tölvuna til skoðunar. Metið verður hvort það borgi sig að gera við hana eða uppfæra. Ef ákveðið verður að láta gera við tölvuna fellur skoðunargjaldið niður.
Skoðunargjald – Bilanagreining
Verð – lágmarksgjald: 9.900 kr.
Gagnaafritun
Afrit tekin af gögnum á tölvu og færð yfir á gagnageymslu eða af einni tölvu yfir á aðra.
Verð 12.200 kr.
Uppsetning á Windows stýrikerfi
Full uppsetning á Windows stýrikerfi ásamt reklum og öllum öryggisuppfærslum. Innifelur ekki afritatöku á gögnum eða uppsetningu á vírusvörn eða öðrum hugbúnaði.
Verð 16.900 kr.
Vírushreinsun
Vírusar og spilliforrit eru hreinsuð út af tölvunni með skönnun eða handvirkt. Innifelur ekki vírusvörn.
Verð 16.900 kr.
Rykhreinsun
Kæliviftur eru hreinsaðar með blæstri. Á þetta við um tölvur þar sem auðvelt er að komast að kæliviftum.
Verð 9.900 kr.
Verkstæði
Vinna á verkstæði: 16.900 kr. á klst.
Reiknuð er að lágmarki 1 klst.
Verð er með 24% VSK